Um mig
Góðan daginn. Ég heiti Charlotta S. Sverrisdótti¸fædd og uppalin í Reykjavík. Ég byrjaði ekki að mála fyrr en ég varð 50 ára en þá fór ég í námsleyfi til Californíu, bara að gamni mínu, en það breytti lífi mínu, ég varð “hooked”, ég elska að mála og ég byrjaði með olíu. Þegar ég kom heim heim hélt ég áfram í Myndlistarskóla Kópavogs í nokkur ár, tók öll þau námskeið sem ég komst yfir. Einnig hef ég tekið mörg námskeið hjá virtum listamönnum, og mörg “masterclass” námskeið hjá Bjarna Sigurbjörnssyni. Einnig mörg námskeið á netinu og eru Louise Fletcher og Nicolas Wilton þar hæst. Eg hef verið meðlimur í galleríi. Ég er með vinnustofu í Auðbrekku 6. Svo er ég inn á www.apolloart.is
Verk í eigu opinberra aðila;
Garðabær og Pósturinn.
Ég er ein af stofnendum listamannafélags Garðabæjar; Grósku,og hef haldið margar sýningar, bæði með Grósku og einnig margar einka sýningar.
Sýningar
Ein fyrsta sýning mín var á Garðatorgi og hét Sjálandið mitt
Ég bjó í Sjálandinu, Garðabæ, til margra ára og hreyfst svo af umhverfinu náttúrunni, ylströndinni og húsagerðinni, formunum. Arrkitektinn tók mið af umhverfinu, sjónum, þannig að húsin hafa þetta bogna þak líkt og öldurnar í sjónum. Litirnir eru litapalletta …… þ.e. rautt,gullt og blátt.
Síðasta sýningin mín var í yndislegu húsi Galleríi Grásteins, Skólavörðustíg. Þema sýnigarinnar var blóm í frjálsri útfærslu og hét My beautiful garden.
















Litlar myndir



Eldri myndir


