Um mig

Charlotta Soffía Sverrisdóttir

Ég er fædd og uppalin í Reykjavík. Ég útskrifaðist úr Kennaraskóla Íslands 1971.

Hef kennt í 30 ár og tekið fjöldan allan af námskeiðum, þ.á.m. verið í teikningu 1 og 2 í Myndlistaskólanum í Reykjavík og verið í vatnslitamálun hjá Rúnu Gísla og Erlu Sigurðard auk margra annara námskeiða í ýmsum listum. Veturinn 2000-2001 stundaði ég fullt nám í Fine Arts, þ.e.a.s. vatnslitun, olíumálun, teikningu, portrait, modelteikningu og listasögu í myndlistadeildinni í Long Beach City College í Californíu og lauk því með hæstu einkunn eða: “Dean´s high honor student”.

Andrúmsloftið og litagleðin í Californíu heillaði mig mikið og kemur það einkum fram í sterkum litum sem mér finnast skemmtilegir og ég nota mikið í verkum mínum.

Ég hef tekið þátt í samsýningu í Huntington Beach Art Center í Huntington Beach, Californíu, vorið 2001 og haldið 5 einkasýningar í Reykjavík og nokkrar samsýningar, flestar þeirra með Grósku, félagi mymdlistarmanna í Garðabæ.

Árin eftir 2002 hef ég eingöngu stundað nám í olíumálun við Myndlistaskóla Kópavogs undir leiðsagnar Margrétar Jónsdóttur listmálar og Bjarna Sigurbjörnssonar listmálara ásamt masterklass og málstofu hjá Bjarna. 

Ég held áfram að bæta við mig í náminu því "svo lengi lærir sem lifir”.

2016 stofnaði ég svo viðburðinn, "Málum og skálum". Þar tek ég á móti hópum sem vilja koma saman eina kvölsstund og mála eina mynd. Allt efni innifalið en hóparnir mega hafa með sér léttar veitingar.